Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 13:42 Frá Þingvöllum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt. Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt.
Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira