Braut gegn stúlku og dró aðra úr meðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Barnavernd Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Barnavernd Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira