Ekki ástæða til að óttast en ástæða til að fara varlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:35 Alls eru nú níu manns í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi. Sýnatökur eru fyrirhugaðar í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38
Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39