„Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 07:00 Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fylgist með sprengjunni springa í fjarska. Möl sést þeytast upp í loftið við sprenginguna við enda vegarins fyrir miðri mynd. Skjáskot Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar. Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar.
Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36