Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2020 13:00 Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar Vísir/Arnar Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót. Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00