Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2020 13:00 Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar Vísir/Arnar Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót. Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata væru brostnar. Samtök atvinnulífsins hafa einnig gefið út að vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum séu ekki forsendur fyrir boðuðum launahækkunum í lífskjarasamningi. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir gríðarlega mikilvægt að lífskjarasamningurinn standi. „Ég er ekki sáttur við ummæli fjármálaráðherra í fréttum ykkar í gær. Fyrir þessa ríkisstjórn er afar mikilvægt að það verði haldið í þennan lífskjarasamning og ríkisstjórnin standi við þau loforð sem gefin voru þegar samningurinn var undirritaður. Þá létu forystumenn ríkisstjórnarinnar mynda sig alls staðar og voru alls staðar í fjölmiðlum og sögðu hvað þetta væri flottur samningur, hann væri til framtíðar. Stjórnvöld verða að standa við sitt. Ef Samtök atvinnulífsins meta það svo að lífskjarasamningurinn sé brostinn og segja honum upp þá kemur það verst út fyrir íslenskt atvinnulíf og ef það verður gert erum við fyrst að sjá alvarleg átök á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Aðalsteinn. Hann segir vissulega að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklum áföllum en það gildi ekki um allan vinnumarkaðinn. „Ég geri ekkert lítið úr því að einhver fyrirtæki hafi ekki efni á launahækkunum en sjávarútvegurinn, matvælageirinn og ýmsar þjónustugeirann þar eru menn enn ekkert að kvarta.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er á sama máli. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Arnar „Við vitum að mörg fyrirtæki standa illa. Sum standa svo illa að þau hafa hætt starfsemi svo það eru engir starfsmenn til að hækka laun við. Svo eru það sum fyrirtæki sem græða minna en áður og önnur fyrirtæki sem standa mjög vel. En við vitum það t.d. að í verslun hef orðið metvelta og fyrirtæki standa almennt vel undir þessum hækkunum. Ég hafna þessum málflutningi að fyrirtækin geti ekki ráðið við þessar launahækkanir,“ segir Ragnar. Forsendunefnd lífskjarasamningana á fund í dag um hvort forsendur þeirra séu brostnar eður ei en nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir mánaðarmót.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn verði aldrei snertar. 24. september 2020 08:58
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00