Setti sér markmið að komast í byrjunarlið landsliðsins fyrir ári síðan og náði því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 08:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni gegn Lettlandi fyrir viku þar sem hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins. vísir/vilhelm Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira