Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira