Ísland og Noregur fjármagna kaup á tveimur milljónum skammta af bóluefni Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 12:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leiða málið. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að fjöldi þjóða hafi tekið höndum saman um samstarf í þágu COVAX (Friends of the COVAX Facility) og gefið út sameiginlega fréttatilkynningu þar að lútandi. Þjóðirnar styðji eindregið fjölþjóðasamstarf vegna bóluefnis við COVID-19 og það markmið að tryggja aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni fyrir alla. Singapúr og Sviss leiða samstarfið en þátttökulönd auk þeirra eru öll ríki Evrópusambandsins, Ástralía, Bretland, Ísland, Ísrael, Japan, Sádi-Arabía, Nýja Sjáland, Noregur, Katar, Suður-Kórea og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100.000 bóluefnisskömmtum. „Á fordæmalausum tímum sem þessum skiptir samvinna og samstaða þjóða öllu máli. Það er hagur allra að þjóðir heims standi saman og að þau ríki sem betur standa styðji við bakið á þeim sem verr standa að vígi. Við verðum að tryggja að ekkert ríki standi berskjaldað í baráttunni við COVID-19 og því er gott að sjá þessa samstöðu í verki“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og greint var frá fyrr á þessu ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að fjöldi þjóða hafi tekið höndum saman um samstarf í þágu COVAX (Friends of the COVAX Facility) og gefið út sameiginlega fréttatilkynningu þar að lútandi. Þjóðirnar styðji eindregið fjölþjóðasamstarf vegna bóluefnis við COVID-19 og það markmið að tryggja aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni fyrir alla. Singapúr og Sviss leiða samstarfið en þátttökulönd auk þeirra eru öll ríki Evrópusambandsins, Ástralía, Bretland, Ísland, Ísrael, Japan, Sádi-Arabía, Nýja Sjáland, Noregur, Katar, Suður-Kórea og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100.000 bóluefnisskömmtum. „Á fordæmalausum tímum sem þessum skiptir samvinna og samstaða þjóða öllu máli. Það er hagur allra að þjóðir heims standi saman og að þau ríki sem betur standa styðji við bakið á þeim sem verr standa að vígi. Við verðum að tryggja að ekkert ríki standi berskjaldað í baráttunni við COVID-19 og því er gott að sjá þessa samstöðu í verki“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og greint var frá fyrr á þessu ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira