Hættir við að hleypa inn áhorfendum inn á leikina 1. október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki að fagna langþráðum Englandsmeistaratitli inn á Anfield en fögnuðu margir mikið fyrir utan völlinn. Getty/Christopher Furlong Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove. Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove.
Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira