Fátæktargildran Jón Ingi Hákonarson skrifar 21. september 2020 10:01 Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok. Hvernig má það vera að þegar sjötug hjón hætta á vinnumarkaði, eftir að hafa greitt fasteignina sína a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar til baka á lánstímanum, bíði þeirra gluggapóstur frá bankanum langt inn í ævikvöldið? Hvernig stendur á því, að í einu launahæsta landi heims, standi ævilaun venjulegs fólks ekki undir skuldlausri fasteign við starfslok? Ef við leikum okkur svolítið og berum okkur saman við Norðurlöndin og norður Evrópuríkin sést glöggt að frændur okkar þar greiða húsnæði sitt til baka einu og hálfu sinni. 60 milljón króna eign endar á lánstímanum í 90 milljónum. Hér á Íslandi hefur gilt að 60 milljón króna eign endi í 180 milljónum á lánstímanum. Í hverju liggur munurinn? Munurinn liggur í því að íslensku alþýðufólki er gert að taka lán í íslenskum krónum sem bera gífurlega háa vexti á meðan frændur okkar geta tekið lán í óverðtryggðum Evrum á mun lægri vöxtum. Það má því segja að kostnaðurinn við að halda úti krónunni sé í raun allt að helmingur mánaðarlegrar afborgunar af húsnæðisláninu þínu. Ef þú borgar 300 þúsund krónur á mánuði í afborganir af íbúðarláninu þá fara allt að 150 þúsund krónur í kostnað vegna krónunnar. Það er kannski rétt að nefna að vaxtalækkanir undanfarin misseri hafa ekki farið fram hjá greinarhöfundi. Þessi lækkun hefur haft það í för með sér að vissulega hefur greiðslubyrði nýrra lána lækkað, a.m.k. tímabundið. Þessi lækkun er þó ekki talin varanleg og því hefur Seðlabankinn varað almenning við því að óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum muni nær örugglega hækka verulega. Einnig hefur það ekki farið framhjá undirrituðum að stjórnmálamenn hafa verið iðnir í gegnum tíðina að útvega landsmönnum lengri lán, hærri veðhlutföll, 100% lán og brúarlán í stað þess að taka á rót vandans, krónunni. Krónan kostar þig jafn mikið og húsnæðið þitt. Mér finnst betri tilhugsun að hugsa sem svo að við lok starfsævinnar eigi ég skuldlaust húsnæði og andvirði fasteignarinnar á bankabókinni minni. Þessi framtíðarsýn mín er ekki framkvæmanleg með verðtryggðri íslenskri krónu. Íslenska krónan er fátæktargildra. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Húsnæðismál Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok. Hvernig má það vera að þegar sjötug hjón hætta á vinnumarkaði, eftir að hafa greitt fasteignina sína a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar til baka á lánstímanum, bíði þeirra gluggapóstur frá bankanum langt inn í ævikvöldið? Hvernig stendur á því, að í einu launahæsta landi heims, standi ævilaun venjulegs fólks ekki undir skuldlausri fasteign við starfslok? Ef við leikum okkur svolítið og berum okkur saman við Norðurlöndin og norður Evrópuríkin sést glöggt að frændur okkar þar greiða húsnæði sitt til baka einu og hálfu sinni. 60 milljón króna eign endar á lánstímanum í 90 milljónum. Hér á Íslandi hefur gilt að 60 milljón króna eign endi í 180 milljónum á lánstímanum. Í hverju liggur munurinn? Munurinn liggur í því að íslensku alþýðufólki er gert að taka lán í íslenskum krónum sem bera gífurlega háa vexti á meðan frændur okkar geta tekið lán í óverðtryggðum Evrum á mun lægri vöxtum. Það má því segja að kostnaðurinn við að halda úti krónunni sé í raun allt að helmingur mánaðarlegrar afborgunar af húsnæðisláninu þínu. Ef þú borgar 300 þúsund krónur á mánuði í afborganir af íbúðarláninu þá fara allt að 150 þúsund krónur í kostnað vegna krónunnar. Það er kannski rétt að nefna að vaxtalækkanir undanfarin misseri hafa ekki farið fram hjá greinarhöfundi. Þessi lækkun hefur haft það í för með sér að vissulega hefur greiðslubyrði nýrra lána lækkað, a.m.k. tímabundið. Þessi lækkun er þó ekki talin varanleg og því hefur Seðlabankinn varað almenning við því að óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum muni nær örugglega hækka verulega. Einnig hefur það ekki farið framhjá undirrituðum að stjórnmálamenn hafa verið iðnir í gegnum tíðina að útvega landsmönnum lengri lán, hærri veðhlutföll, 100% lán og brúarlán í stað þess að taka á rót vandans, krónunni. Krónan kostar þig jafn mikið og húsnæðið þitt. Mér finnst betri tilhugsun að hugsa sem svo að við lok starfsævinnar eigi ég skuldlaust húsnæði og andvirði fasteignarinnar á bankabókinni minni. Þessi framtíðarsýn mín er ekki framkvæmanleg með verðtryggðri íslenskri krónu. Íslenska krónan er fátæktargildra. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun