Leyfðu glæpamönnum að þvætta háar upphæðir Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2020 07:13 Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar getty Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en FinCen lekinn eins og hann er kallaður, sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða. Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar sem deildi þeim síðan með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, sem meðal annars komu að vinnslunni á Panamaskjölunum á sínum tíma. Nýju skjölin eru tilkynningar frá bönkunum þar sem þeir láta yfirvöld vita af grunsemdum um að fé sé illa fengið. Bankarnir eiga þó ekki að láta staðar numið þar, heldur eiga þeir lögum samkvæmt einnig að stöðva viðskipti með umræddar fjárhæðir. Skjölin sýna hins vegar að oft hafi verið látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð meira í málinu en að láta yfirvöld vita. Fergus Shiel, blaðamaður hjá samtökunum, segir í samtali við BBC að skjölin sýni glöggt hve mikið bankar viti um uppruna svartra peninga sem þeir höndli með. Hann segir að regluverkið sem ætlað er að stöðva peningaþvætti sé ónýtt. Bretland Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en FinCen lekinn eins og hann er kallaður, sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða. Skjölin sem um ræðir eru tilkynningar til bandaríska fjármálaeftirlitsins frá bönkunum sjálfum sem lekið var til Buzzfeed fréttaveitunnar sem deildi þeim síðan með Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, sem meðal annars komu að vinnslunni á Panamaskjölunum á sínum tíma. Nýju skjölin eru tilkynningar frá bönkunum þar sem þeir láta yfirvöld vita af grunsemdum um að fé sé illa fengið. Bankarnir eiga þó ekki að láta staðar numið þar, heldur eiga þeir lögum samkvæmt einnig að stöðva viðskipti með umræddar fjárhæðir. Skjölin sýna hins vegar að oft hafi verið látið undir höfuð leggjast að gera nokkuð meira í málinu en að láta yfirvöld vita. Fergus Shiel, blaðamaður hjá samtökunum, segir í samtali við BBC að skjölin sýni glöggt hve mikið bankar viti um uppruna svartra peninga sem þeir höndli með. Hann segir að regluverkið sem ætlað er að stöðva peningaþvætti sé ónýtt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent