Setur spurningarmerki við hvort VG sé stjórntækur flokkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 13:00 Sigríður Á. Andersen setur spurningarmerki við það hvort VG sé stjórntækur flokkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06