Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 21:37 Skjáskot af umfjöllun Breitbart. Þar er auglýsing sögð sýna Jesú í mynd skeggjaðrar konu með brjóst. Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess. Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess.
Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent