Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir fyrirsæta eignuðust dreng í nótt. Frá þessu greinir Guðlaug Elísa á Instagram. Þar kemur fram að drengurinn hafi fengið nafnið Guðmundur Leó.
Albert og Guðlaug eru bæði 23 ára og er þetta þeirra fyrsta barn. Þau eru búsett í Hollandi en Albert leikur knattspyrnu með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni.
Foreldrar Alberts eru knattspyrnulýsandinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona. Þau hafa bæði, líkt og sonurinn, leikið með landsliðum Íslands í knattspyrnu.
Hér að neðan má sjá færslu Guðlaugar Elísu þar sem hún greinir frá barnaláninu.