Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 16:36 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira