Selfoss er – borgin á bömmer Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. september 2020 14:30 Selfoss hefur undanfarna daga borið á góma og vígtennur stjórnmálamanna í höfuðborg landsins svo vakið hefur eftirtekt. Orðræðan heldur óskemmtileg og ásakanirnar sem viðhafðar hafa verið, með ólíkindum og ekki til eftirbreytni. Á meðan borgarfulltrúar í Reykjavík skylmast um skipulagsmál í borginni og blanda þriðja aðila í þá óskemmtilegu orðræðu er í nógu að snúast í jákvæðum verkefnum hjá bæjarfulltrúum á Selfossi þessa daganna. Á meðan umræður í borgarstjórn eru á núverandi plani þá vill maður gjarnan komast hjá því að vera borinn þar á góma. Gríðarleg uppbygging og tækifæri á Selfossi og víðar í Svf. Árborg Íbúafjölgun á Selfossi hefur jafnan verið yfir landsmeðaltali og venju fremur undanfarin ár. Okkar spár gera ráð fyrir að íbúum muni haldi áfram að fjölga ár frá ári og er reiknað með að íbúar í sveitarfélaginu verði orðnir um 15 þúsund innan tíu ára, þar af 12-13 þúsund á Selfossi. Sveitarfélagið er í óða önn að bregðast við þessari miklu fjölgun íbúa með styrkingu innviða, svo sem byggingu skóla og leikskóla og teljum við að sveitarfélagið verði vel í stakk búið til að taka á móti öllum þessum íbúum. Með þessari þróun styrkir Selfoss sig ekki bara í sessi sem höfuðstaður Suðurlands heldur stefnir hraðbyri að því að verða höfuðborg landsbyggðarinnar Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í Svf. Árborg að taka fyrstu skóflustunguna að 650 íbúða hverfi á Selfossi haustið 2019. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er í undirbúningi og í byggingu á Selfossi í nokkrum nýjum hverfum sem ýmist Svf. Árborg eða einkaaðilar standa að og munu þessi hverfi geta hýst um 5.000 íbúa. Auk þess liggur fyrir að skipuleggja fallegar byggðir á Stokkseyri og Eyrarbakka, enda mikil eftirspurn eftir að setjast þar að. Fyrir dyrum stendur mikil endurnýjun og uppbygging fráveitu með byggingu skolphreinsistöðvar. Fjölnota íþróttahús, nýr 6 deilda leikskóli og hjúkrunarheimili eru í byggingu á Selfossi auk þess sem að bygging nýs grunnskóla hefst nú á haustmánuðum. Einnig er í undirbúningi að koma upp 400 hektara athafnasvæði í sveitarfélaginu við Eyrabakkaveg í nálægð við hina ört vaxandi inn- og útflutningshöfn í Þorlákshöfn. Fljótlega munum við auglýsa eftir áhugasömum framkvæmdaaðilum til að koma að samráði um skipulagningu svæðisins sem mun fela í sér ótal tækifæri fyrir fyrirtæki og inn- og útflutningsaðila sem sífellt þrengir að á höfuðborgarsvæðinu. Fjölnota íþróttahús að rísa á Selfossi. Ríki og einkaaðilar standa í stórræðum Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú með sveitarfélaginu að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum með gerð hringtorga og undirganga á Selfossi og er Vegagerðin nú einnig að tvöfalda Suðurlandsveg á milli Hveragerðis og Selfoss, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún rísa á næstu fimm árum ef allt gengur eftir. Tvöföldun hringvegar á milli Selfoss og Hveragerði er nú í framkvæmd.Aðsend Fyrirtæki og félagasamtök eru afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu. Árbakkaland á Selfossi, nýtt íbúðahverfi einkaaðila í forgrunni og golfvallarsvæðið í bakgrunni.Aðsend Nýr miðbær á Selfossi Það er loksins komið að því að á Selfossi rísi nýr miðbær eftir margra ára vandræðagang um hvað gera skyldi við svæði sem hafði verið flakandi sár í hjarta bæjarins árum saman – engum til prýði. Aðalskipulag sem samþykkt var árið 2012 gerði ráð fyrir styrkingu miðbæjar á þessum stað. Undirbúningur að deiliskipulagi nýja miðbæjarins hófst árið 2014 og vilyrði fyrir lóðum til Sigtúns Þróunarfélags var veitt snemma árs 2015. Samningur var svo innsiglaður af bæjarstjórn í júlí 2017 og hefur bæjarstjórn síðan unnið á grunni hans. Deiliskipulag um uppbyggingu miðbæjarins hlaut loks afdráttarlausan stuðning í íbúakosningu um málið í ágúst 2018 og bæjarfulltrúar staðfestu svo þann vilja íbúa með atkvæði sínu á fundi bæjarstjórnar síðar í sama mánuði. Í ljósi náinna fjölskyldutengsla Leó Árnasonar forsvarsmanns Sigtúns þróunarfélags við Kristján Vilhelmsson, þá kemur það fáum á óvart að Kristján sé fjárfestir í félaginu. Bæjaryfirvöld hafa enga ástæðu haft til að ætla að Kristján Vilhelmsson fari með illa fengið fé, þvert á móti er ánægjulegt ef arðurinn af sameiginlegri auðlind landsmanna er nýttur til að auka umsvif og arðsemi í íslensku efnahagslífi þannig að almenningur fái notið ávaxtanna. Nýi miðbærinn sem byggður er að fyrirmynd gamalla sögufrægra íslenskra húsa mun hafa mikið aðdráttarafl og verða grundvöllur þjónustustarfsemi og menningar fyrir fyrirtæki og um 25.000 íbúa á Suðurlandi, auk þeirra 25.000 sem dvelja í sumarhúsabyggðunum á svæðinu yfir sumartímann. Nýr miðbær að rísa á Selfossi.Aðsend Samantekið hlaupa framkvæmdirnar á svæðinu á tugum milljarða króna og það er virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og það má með sanni segja miðað við orðræðu borgarfulltrúa uppá síðkastið að: „Selfoss er, á meðan borgin er á bömmer“. Höfundur er Selfyssingur og bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Selfoss hefur undanfarna daga borið á góma og vígtennur stjórnmálamanna í höfuðborg landsins svo vakið hefur eftirtekt. Orðræðan heldur óskemmtileg og ásakanirnar sem viðhafðar hafa verið, með ólíkindum og ekki til eftirbreytni. Á meðan borgarfulltrúar í Reykjavík skylmast um skipulagsmál í borginni og blanda þriðja aðila í þá óskemmtilegu orðræðu er í nógu að snúast í jákvæðum verkefnum hjá bæjarfulltrúum á Selfossi þessa daganna. Á meðan umræður í borgarstjórn eru á núverandi plani þá vill maður gjarnan komast hjá því að vera borinn þar á góma. Gríðarleg uppbygging og tækifæri á Selfossi og víðar í Svf. Árborg Íbúafjölgun á Selfossi hefur jafnan verið yfir landsmeðaltali og venju fremur undanfarin ár. Okkar spár gera ráð fyrir að íbúum muni haldi áfram að fjölga ár frá ári og er reiknað með að íbúar í sveitarfélaginu verði orðnir um 15 þúsund innan tíu ára, þar af 12-13 þúsund á Selfossi. Sveitarfélagið er í óða önn að bregðast við þessari miklu fjölgun íbúa með styrkingu innviða, svo sem byggingu skóla og leikskóla og teljum við að sveitarfélagið verði vel í stakk búið til að taka á móti öllum þessum íbúum. Með þessari þróun styrkir Selfoss sig ekki bara í sessi sem höfuðstaður Suðurlands heldur stefnir hraðbyri að því að verða höfuðborg landsbyggðarinnar Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í Svf. Árborg að taka fyrstu skóflustunguna að 650 íbúða hverfi á Selfossi haustið 2019. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er í undirbúningi og í byggingu á Selfossi í nokkrum nýjum hverfum sem ýmist Svf. Árborg eða einkaaðilar standa að og munu þessi hverfi geta hýst um 5.000 íbúa. Auk þess liggur fyrir að skipuleggja fallegar byggðir á Stokkseyri og Eyrarbakka, enda mikil eftirspurn eftir að setjast þar að. Fyrir dyrum stendur mikil endurnýjun og uppbygging fráveitu með byggingu skolphreinsistöðvar. Fjölnota íþróttahús, nýr 6 deilda leikskóli og hjúkrunarheimili eru í byggingu á Selfossi auk þess sem að bygging nýs grunnskóla hefst nú á haustmánuðum. Einnig er í undirbúningi að koma upp 400 hektara athafnasvæði í sveitarfélaginu við Eyrabakkaveg í nálægð við hina ört vaxandi inn- og útflutningshöfn í Þorlákshöfn. Fljótlega munum við auglýsa eftir áhugasömum framkvæmdaaðilum til að koma að samráði um skipulagningu svæðisins sem mun fela í sér ótal tækifæri fyrir fyrirtæki og inn- og útflutningsaðila sem sífellt þrengir að á höfuðborgarsvæðinu. Fjölnota íþróttahús að rísa á Selfossi. Ríki og einkaaðilar standa í stórræðum Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú með sveitarfélaginu að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum með gerð hringtorga og undirganga á Selfossi og er Vegagerðin nú einnig að tvöfalda Suðurlandsveg á milli Hveragerðis og Selfoss, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún rísa á næstu fimm árum ef allt gengur eftir. Tvöföldun hringvegar á milli Selfoss og Hveragerði er nú í framkvæmd.Aðsend Fyrirtæki og félagasamtök eru afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu. Árbakkaland á Selfossi, nýtt íbúðahverfi einkaaðila í forgrunni og golfvallarsvæðið í bakgrunni.Aðsend Nýr miðbær á Selfossi Það er loksins komið að því að á Selfossi rísi nýr miðbær eftir margra ára vandræðagang um hvað gera skyldi við svæði sem hafði verið flakandi sár í hjarta bæjarins árum saman – engum til prýði. Aðalskipulag sem samþykkt var árið 2012 gerði ráð fyrir styrkingu miðbæjar á þessum stað. Undirbúningur að deiliskipulagi nýja miðbæjarins hófst árið 2014 og vilyrði fyrir lóðum til Sigtúns Þróunarfélags var veitt snemma árs 2015. Samningur var svo innsiglaður af bæjarstjórn í júlí 2017 og hefur bæjarstjórn síðan unnið á grunni hans. Deiliskipulag um uppbyggingu miðbæjarins hlaut loks afdráttarlausan stuðning í íbúakosningu um málið í ágúst 2018 og bæjarfulltrúar staðfestu svo þann vilja íbúa með atkvæði sínu á fundi bæjarstjórnar síðar í sama mánuði. Í ljósi náinna fjölskyldutengsla Leó Árnasonar forsvarsmanns Sigtúns þróunarfélags við Kristján Vilhelmsson, þá kemur það fáum á óvart að Kristján sé fjárfestir í félaginu. Bæjaryfirvöld hafa enga ástæðu haft til að ætla að Kristján Vilhelmsson fari með illa fengið fé, þvert á móti er ánægjulegt ef arðurinn af sameiginlegri auðlind landsmanna er nýttur til að auka umsvif og arðsemi í íslensku efnahagslífi þannig að almenningur fái notið ávaxtanna. Nýi miðbærinn sem byggður er að fyrirmynd gamalla sögufrægra íslenskra húsa mun hafa mikið aðdráttarafl og verða grundvöllur þjónustustarfsemi og menningar fyrir fyrirtæki og um 25.000 íbúa á Suðurlandi, auk þeirra 25.000 sem dvelja í sumarhúsabyggðunum á svæðinu yfir sumartímann. Nýr miðbær að rísa á Selfossi.Aðsend Samantekið hlaupa framkvæmdirnar á svæðinu á tugum milljarða króna og það er virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og það má með sanni segja miðað við orðræðu borgarfulltrúa uppá síðkastið að: „Selfoss er, á meðan borgin er á bömmer“. Höfundur er Selfyssingur og bæjarfulltrúi í Svf. Árborg.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun