Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 09:55 Svandís Svavarsdóttir hefur til þessa fallist á tillögur sóttvarnalæknis í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu. Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða. Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil. Tillögur sóttvarnalæknis voru eftirfarandi: 1. Frá og með 18. til og með 21. september 2020 verði krám og skemmtistöðum í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endurmetin með hliðsjón af þróun hópsýkingarinnar. 2. Forráðamenn skóla og fyrirtækja verði hvattir til að skerpa á sýkingavörnum í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar. 3. Áfram verði hvatt til verndunar viðkvæmra hópa 4. Einstaklingar verði hvattir til notkunar andlitsgríma samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu og/eða loftgæði eru slæm. 5. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir í sínu daglega lífi. 6. Einstaklingar með sjúkdómseinkenni sem benda til COVID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýnatöku hjá heilsugæslunni. 7. Ekki er mælt með breytingu á fjöldatakmörunum eða eins metra nándarreglu að þessu sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35 Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur þegar tekið gildi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að á þremur sólarhringum þar sem greindust alls 38 smit hafi a.m.k. fjórðungur þeirra tengst heimsókn á ákveðnar krár og skemmtistaði í Reykjavík fyrir rúmri viku. Bregðast þurfi við sem fyrst með markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiddan faraldur með tilheyrandi afleiðingum segir í minnisblaðinu. Lokunin tekur til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Í 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 eru taldar upp og skilgreindar mismunandi tegundir veitingastaða. Í tilvikum þar sem staðir eru með rekstrarleyfi fyrir fleiri tegundum veitingastaða en krám og skemmtistöðum er áframhaldandi starfsemi heimil hvað þær tegundir varðar. Þannig geta veitingastaðir sem í rekstrarleyfi eru skráðir sem veitingahús eða kaffihús, haldið áfram starfsemi á þeim grundvelli, en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil. Tillögur sóttvarnalæknis voru eftirfarandi: 1. Frá og með 18. til og með 21. september 2020 verði krám og skemmtistöðum í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lokað. Að þeim tíma liðnum verði opnun staðanna endurmetin með hliðsjón af þróun hópsýkingarinnar. 2. Forráðamenn skóla og fyrirtækja verði hvattir til að skerpa á sýkingavörnum í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar. 3. Áfram verði hvatt til verndunar viðkvæmra hópa 4. Einstaklingar verði hvattir til notkunar andlitsgríma samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum í aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu og/eða loftgæði eru slæm. 5. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sýkingavarnir í sínu daglega lífi. 6. Einstaklingar með sjúkdómseinkenni sem benda til COVID-19 haldi sig til hlés og leiti eftir sýnatöku hjá heilsugæslunni. 7. Ekki er mælt með breytingu á fjöldatakmörunum eða eins metra nándarreglu að þessu sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35 Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. 17. september 2020 20:35
Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. 17. september 2020 18:38