Rómantísk þjóðkirkja Skúli S. Ólafsson skrifar 18. september 2020 10:30 Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skúli S. Ólafsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun