Rómantísk þjóðkirkja Skúli S. Ólafsson skrifar 18. september 2020 10:30 Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skúli S. Ólafsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun