Katrín Jakobsdóttir eða Hermann Jónasson? Eva Hauksdóttir skrifar 18. september 2020 10:00 Einu sinni var stjórnmálaleiðtogi sem lét þessi orð falla á Alþingi: „Það hefur verið sagt hér, að ég hafi sýnt ákaflega mikla óbilgirni með því að leyfa ekki austurrískum börnum að flytja hingað til landsins. Það má náttúrlega alltaf deila um þá hluti. En svo mikið er víst, að samkv. þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, sem um þetta mál höfum fjallað, höfðu Íslendingar leyft fleiri flóttamönnum Gyðinga landsvistarleyfi, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og það var sennilega ekki af öðrum ástæðum en þeim, hve mörgum flóttamönnum hafði verið leyft að koma hingað til landsins, konum, mæðrum og börnum, að þetta leyfi var ekki veitt.“ Nei, ekki Katrín Jakobsdóttir. Hún hefði frekar talað um egypsk börn og sýrlensk. Tilvitnunin hér a ofan er úr ræðu sem Hermann Jónasson flutti fyrir nær 75 árum Austurrísku börnin sem hann vísar til voru Gyðingabörn a flótta undan Nazistum. Margt hefur breyst síðan í málum flóttafólks. Ekki þó sú afstaða ráðamanna að Íslendingar hafi nú aldeilis gert vel við flóttafólk og þar sem mannúðarkvótinn sé uppfylltur sé óþarft að fárast yfir því þótt nokkur börn sæti ómannúðlegri meðferð. Mannúð ekki bönnuð - bara takmörkuð Nú eru fjögur börn og foreldrar þeirra í felum fyrir ríkisstjórn sem ætlar að senda þau til Egyptalands. Faðirinn tilheyrir trúar- og stjórnmálahreyfingu sem er ofsótt í Egyptalandi. Bent hefur verið á að samkvæmt skýrslum alþjóðastofnana og mannréttindasamtaka er ástand mannréttinda í Egyptalandi hrein hörmung og mikið um að meintir óvinir stjórnvalda séu sviptir frelsi sínu án réttlátrar málsmeðferðar og pyntaðir. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi í tvö ár og börnin hafa aðlagast vel og þrábiðja um að fá að vera áfram. Bylgja reiði og sorgar vegna einarðrar afstöðu ríkisstjórnarinnar gengur nú yfir samfélagið og þingmaður tilkynnti í gær úrsögn sína úr þeim stjórnmálaflokki sem leiðir ríkisstjórnina. Í þessu andrúmslofti birtir forsætisráðherra pistil á Facebook þar sem kjarni skilaboðanna er einmitt í anda Hermanns Jónassonar – við höfum nú aldeilis staðið okkur í stykkinu. Því til stuðnings vitnar hún í tölfræðigögn. Þau sýna reyndar ekki að Ísland hafi staðið sig betur en önnur ríki en það er önnur umræða. Fjöldi fólks á flótta á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast á tíu árum og því hefur fylgt mikið umrót hvarvetna þegar...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Thursday, 17 September 2020 Eftir að hafa nefnt tölur sem eiga að sýna hvað við erum frábær klykkir forsætisráðherra svo út með gullvægri athugasemd: Þessi mál snúast auðvitað um fólk og því verðum við að gæta þess að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði. Forsætisráðherra reynir að stjórna umræðunni Já, það er nú einmitt það – manneskjum sem þurfa að fela sig fyrir stjórnvöldum er bara engin huggun í tölfræði um mannúð ríkisstjórnarinnar og að vonum var á það bent í athugasemdakerfinu. Sú umræða virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsætisráðherra því athugasemdir voru fjarlægðar og lokað á möguleika viðkomandi til að tjá sig frekar. Hugsanlega var ástæða til að fjarlægja eitthvað af því sem fram kom, ég bara veit það ekki, en ég veit þess hinsvegar dæmi að fullkomlega málefnaleg innlegg hafi verið fjarlægð. Ein þeirra athugasemda sem forsætisráðherra fjarlægði án viðvarana og án útskýringa var einmitt í þá veru að undarlegt væri að sjá leiðtoga VG feta í fótspor Hermanns Jónassonar. Samfélagsmiðlar eru frábært tæki til að ná til margra, fljótt. En þeir eru líka vettvangur þar sem búast má við óþægilegum samskiptum. Sennilega eru meiri líkur á að reiður borgari tjái sig af heift og ókurteisi bak við tölvuskjá en augliti til auglitis við þann sem hann beinir spjótum sínum að. Það getur verið ástæða til að fjarlægja innlegg í umræðu, t.d. hótanir, ærumeiðingar eða óheyrilegan dónaskap. En valda- og áhrifafólk sem nýtir sér kosti samfélagsmiðla ætti að sýna þeim sem taka þátt í umræðunni og fylgjast með henni þá virðingu að stilla sig um að fela málefnaleg innlegg sem snerta umræðuefnið beint. Valdafólk sem notar samfélagsmiðla ætti að reikna með óvæginni gagnrýni og líta á það sem neyðarúrræði að fjarlægja athugasemdir. Þjóðarleiðtogi ætti öðrum fremur að sýna þá stórmennsku að láta minniháttar skæting sem vind um eyrun þjóta fremur en að fjarlægja færslur – það er einfaldlega ekki lýðræðislegt að loka á þá sem orða hugsanir sínar hranalega – þess heldur ætti sanngjörn gagnrýni, sett fram með hófsamlegu orðalagi, að fá að standa. Í þessu tilviki notaði forsætisráðherra samfélagsmiðil til að reyna að lappa upp á ímynd sína og þingflokks síns. Hún fjarlægði jafnframt athugasemdir sem koma henni illa. Og hvað heitir það þegar ráðamenn handvelja upplýsingar, koma sínum eigin skilaboðum að en fela gagnrýni sem skiptir máli í von um að umræðan verði einhliða og stjórnvöldum hliðholl? Það heitir áróður. Mannréttindi eru líka ætluð fólki með „rangar“ skoðanir Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að stjórna umræðunni á Facebook er auðvitað ekkert í líkingu við þann pólitíska áróður sem þrífst í fáræðisríkjum. Enda þrífst einhliða áróður ekki þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Lýðræðinu er engin hætta búin þótt forsætisráðherra fjarlægi athugasemdir sem henni falla ekki í geð, sú umræða er þá bara færð á annan vettvang þar sem hún fær meiri athygli. En hugsunin að baki er samt sú sama og að baki hættulegum áróðri þar sem þeir sem völdin hafa velja upplýsingar ofan í almúgann í því skyni að skapa sér ímynd og breiða út ákveðnar hugmyndir. Við erum svo hamingjusöm að búa við nokkuð gott samvisku- og tjáningarfrelsi miðað við stærstan hluta heimsbyggðarinnar. Í Egyptalandi er staðan önnur. Þar eiga þeir sem gagnrýna stjórnvöld á hættu að vera fangelsaðir og pyntaðir. Meðlimir Bræðralags múslíma eru þar í sérstakri hættu. Því hefur verið haldið fram að Ibrahim Khedr sé stórhættulegur maður og hreyfing hans hryðjuverkasamtök. Það er ekki rétt, maðurinn er ekki grunaður um neina glæpi og Bræðralag múslíma fellur ekki undir skilgreiningu hryðjuverkasamtaka. Fullyrðingar egypskra stjórnvalda þar um eru að engu hafandi, það er flestum einræðisstjórnum sameiginlegt að kalla andstæðinga sína hryðjuverkamenn. Bræðralag múslíma aðhyllist hugmyndafræði sem er ekki í anda lýðræðis en það skiptir bara engu máli í þessu sambandi, Ibrahim Khedr er ekki að sækja um stöðu Hæstaréttardómara, hann er að biðja um vernd frá ofsóknum. Mannréttindi eru ekki ætluð fólki með æskilegar trúarskoðanir heldur öllum. Lýðræðissamfélag á að takast á við vafasamar skoðanir með því að rökræða þær, sama hvort það er útvarp Saga eða einhver annar sértrúarsöfnuður sem heldur þeim á lofti. Það sem lýðræðissamfélag á ekki að gera er að reyna að losa sig við fólk með „rangar“ skoðanir. Það á bæði við um stefnu stjórnvalda gagnvart hælisleitendum og ráðamenn sem reyna að ná til almennings á opnu svæði á Facebook. Höfundur er álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Eva Hauksdóttir Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var stjórnmálaleiðtogi sem lét þessi orð falla á Alþingi: „Það hefur verið sagt hér, að ég hafi sýnt ákaflega mikla óbilgirni með því að leyfa ekki austurrískum börnum að flytja hingað til landsins. Það má náttúrlega alltaf deila um þá hluti. En svo mikið er víst, að samkv. þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, sem um þetta mál höfum fjallað, höfðu Íslendingar leyft fleiri flóttamönnum Gyðinga landsvistarleyfi, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og það var sennilega ekki af öðrum ástæðum en þeim, hve mörgum flóttamönnum hafði verið leyft að koma hingað til landsins, konum, mæðrum og börnum, að þetta leyfi var ekki veitt.“ Nei, ekki Katrín Jakobsdóttir. Hún hefði frekar talað um egypsk börn og sýrlensk. Tilvitnunin hér a ofan er úr ræðu sem Hermann Jónasson flutti fyrir nær 75 árum Austurrísku börnin sem hann vísar til voru Gyðingabörn a flótta undan Nazistum. Margt hefur breyst síðan í málum flóttafólks. Ekki þó sú afstaða ráðamanna að Íslendingar hafi nú aldeilis gert vel við flóttafólk og þar sem mannúðarkvótinn sé uppfylltur sé óþarft að fárast yfir því þótt nokkur börn sæti ómannúðlegri meðferð. Mannúð ekki bönnuð - bara takmörkuð Nú eru fjögur börn og foreldrar þeirra í felum fyrir ríkisstjórn sem ætlar að senda þau til Egyptalands. Faðirinn tilheyrir trúar- og stjórnmálahreyfingu sem er ofsótt í Egyptalandi. Bent hefur verið á að samkvæmt skýrslum alþjóðastofnana og mannréttindasamtaka er ástand mannréttinda í Egyptalandi hrein hörmung og mikið um að meintir óvinir stjórnvalda séu sviptir frelsi sínu án réttlátrar málsmeðferðar og pyntaðir. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi í tvö ár og börnin hafa aðlagast vel og þrábiðja um að fá að vera áfram. Bylgja reiði og sorgar vegna einarðrar afstöðu ríkisstjórnarinnar gengur nú yfir samfélagið og þingmaður tilkynnti í gær úrsögn sína úr þeim stjórnmálaflokki sem leiðir ríkisstjórnina. Í þessu andrúmslofti birtir forsætisráðherra pistil á Facebook þar sem kjarni skilaboðanna er einmitt í anda Hermanns Jónassonar – við höfum nú aldeilis staðið okkur í stykkinu. Því til stuðnings vitnar hún í tölfræðigögn. Þau sýna reyndar ekki að Ísland hafi staðið sig betur en önnur ríki en það er önnur umræða. Fjöldi fólks á flótta á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast á tíu árum og því hefur fylgt mikið umrót hvarvetna þegar...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Thursday, 17 September 2020 Eftir að hafa nefnt tölur sem eiga að sýna hvað við erum frábær klykkir forsætisráðherra svo út með gullvægri athugasemd: Þessi mál snúast auðvitað um fólk og því verðum við að gæta þess að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði. Forsætisráðherra reynir að stjórna umræðunni Já, það er nú einmitt það – manneskjum sem þurfa að fela sig fyrir stjórnvöldum er bara engin huggun í tölfræði um mannúð ríkisstjórnarinnar og að vonum var á það bent í athugasemdakerfinu. Sú umræða virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsætisráðherra því athugasemdir voru fjarlægðar og lokað á möguleika viðkomandi til að tjá sig frekar. Hugsanlega var ástæða til að fjarlægja eitthvað af því sem fram kom, ég bara veit það ekki, en ég veit þess hinsvegar dæmi að fullkomlega málefnaleg innlegg hafi verið fjarlægð. Ein þeirra athugasemda sem forsætisráðherra fjarlægði án viðvarana og án útskýringa var einmitt í þá veru að undarlegt væri að sjá leiðtoga VG feta í fótspor Hermanns Jónassonar. Samfélagsmiðlar eru frábært tæki til að ná til margra, fljótt. En þeir eru líka vettvangur þar sem búast má við óþægilegum samskiptum. Sennilega eru meiri líkur á að reiður borgari tjái sig af heift og ókurteisi bak við tölvuskjá en augliti til auglitis við þann sem hann beinir spjótum sínum að. Það getur verið ástæða til að fjarlægja innlegg í umræðu, t.d. hótanir, ærumeiðingar eða óheyrilegan dónaskap. En valda- og áhrifafólk sem nýtir sér kosti samfélagsmiðla ætti að sýna þeim sem taka þátt í umræðunni og fylgjast með henni þá virðingu að stilla sig um að fela málefnaleg innlegg sem snerta umræðuefnið beint. Valdafólk sem notar samfélagsmiðla ætti að reikna með óvæginni gagnrýni og líta á það sem neyðarúrræði að fjarlægja athugasemdir. Þjóðarleiðtogi ætti öðrum fremur að sýna þá stórmennsku að láta minniháttar skæting sem vind um eyrun þjóta fremur en að fjarlægja færslur – það er einfaldlega ekki lýðræðislegt að loka á þá sem orða hugsanir sínar hranalega – þess heldur ætti sanngjörn gagnrýni, sett fram með hófsamlegu orðalagi, að fá að standa. Í þessu tilviki notaði forsætisráðherra samfélagsmiðil til að reyna að lappa upp á ímynd sína og þingflokks síns. Hún fjarlægði jafnframt athugasemdir sem koma henni illa. Og hvað heitir það þegar ráðamenn handvelja upplýsingar, koma sínum eigin skilaboðum að en fela gagnrýni sem skiptir máli í von um að umræðan verði einhliða og stjórnvöldum hliðholl? Það heitir áróður. Mannréttindi eru líka ætluð fólki með „rangar“ skoðanir Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að stjórna umræðunni á Facebook er auðvitað ekkert í líkingu við þann pólitíska áróður sem þrífst í fáræðisríkjum. Enda þrífst einhliða áróður ekki þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Lýðræðinu er engin hætta búin þótt forsætisráðherra fjarlægi athugasemdir sem henni falla ekki í geð, sú umræða er þá bara færð á annan vettvang þar sem hún fær meiri athygli. En hugsunin að baki er samt sú sama og að baki hættulegum áróðri þar sem þeir sem völdin hafa velja upplýsingar ofan í almúgann í því skyni að skapa sér ímynd og breiða út ákveðnar hugmyndir. Við erum svo hamingjusöm að búa við nokkuð gott samvisku- og tjáningarfrelsi miðað við stærstan hluta heimsbyggðarinnar. Í Egyptalandi er staðan önnur. Þar eiga þeir sem gagnrýna stjórnvöld á hættu að vera fangelsaðir og pyntaðir. Meðlimir Bræðralags múslíma eru þar í sérstakri hættu. Því hefur verið haldið fram að Ibrahim Khedr sé stórhættulegur maður og hreyfing hans hryðjuverkasamtök. Það er ekki rétt, maðurinn er ekki grunaður um neina glæpi og Bræðralag múslíma fellur ekki undir skilgreiningu hryðjuverkasamtaka. Fullyrðingar egypskra stjórnvalda þar um eru að engu hafandi, það er flestum einræðisstjórnum sameiginlegt að kalla andstæðinga sína hryðjuverkamenn. Bræðralag múslíma aðhyllist hugmyndafræði sem er ekki í anda lýðræðis en það skiptir bara engu máli í þessu sambandi, Ibrahim Khedr er ekki að sækja um stöðu Hæstaréttardómara, hann er að biðja um vernd frá ofsóknum. Mannréttindi eru ekki ætluð fólki með æskilegar trúarskoðanir heldur öllum. Lýðræðissamfélag á að takast á við vafasamar skoðanir með því að rökræða þær, sama hvort það er útvarp Saga eða einhver annar sértrúarsöfnuður sem heldur þeim á lofti. Það sem lýðræðissamfélag á ekki að gera er að reyna að losa sig við fólk með „rangar“ skoðanir. Það á bæði við um stefnu stjórnvalda gagnvart hælisleitendum og ráðamenn sem reyna að ná til almennings á opnu svæði á Facebook. Höfundur er álitshafi.
„Það hefur verið sagt hér, að ég hafi sýnt ákaflega mikla óbilgirni með því að leyfa ekki austurrískum börnum að flytja hingað til landsins. Það má náttúrlega alltaf deila um þá hluti. En svo mikið er víst, að samkv. þeim upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, sem um þetta mál höfum fjallað, höfðu Íslendingar leyft fleiri flóttamönnum Gyðinga landsvistarleyfi, ef miðað er við fólksfjölda, heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og það var sennilega ekki af öðrum ástæðum en þeim, hve mörgum flóttamönnum hafði verið leyft að koma hingað til landsins, konum, mæðrum og börnum, að þetta leyfi var ekki veitt.“
Þessi mál snúast auðvitað um fólk og því verðum við að gæta þess að láta umræðuna ekki snúast um tölur á blaði.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar