Börnin og Jesú Anna Þórey Arnardóttir skrifar 18. september 2020 09:30 Ég styð þessa trans-Jesú mynd en… Flott að hafa kvenkyns Jesú en… Frábært að gera allskonar myndir af Jesú en… Guðfræðin er góð en... … ekki fyrir börnin! Þetta á ekki heima í Sunnudagskólanum! Af hverju ekki? Börn eru eins ólík hvert öðru og við „fullorðna” fólkið. Börn eru af öllum kynjum, öllum húðlitum, öllum þjóðfélagsstéttum og með allskonar skoðanir. Börnin eru saklausari og með styttri lífsreynslu en við sem eldri erum en þau eru alls ekki vitlaus og alls ekki óskrifuð blöð. Í samfélaginu okkar eigum við intersex börn, trans börn, non binary börn auk þess að eiga stúlkubörn og sveinbörn. Börnin okkar mega borða popp inni í stofu og hvetja áfram Conchitu Wurst í Júróvísjón með allri fjölskyldunni, arka með mömmu og pabba niður Laugarveginn í gleðigöngunni og fagna fjölbreytileika samfélagsins við hvert fótmál. Það er bara í kirkjunni þegar kemur að ólíkum kristsmyndum og iðkun góðra guðfræði sem málefni fjölbreytileikans verða óviðeigandi og ekki við hæfi barna og unglinga. Börnin eru fordómalausasti hópurinn og því liggur það í augum uppi að kenna þeim strax það sem við viljum sjá einkenna samfélagið í framtíðinni. Kenna þeim fordómalausa ást. Fordómalaus ást og kærleikur er það sem Jesús hefur alltaf kennt. Hann gekk meðal fólksins og talaði við þau sem voru jaðarsett og útundan. Hann kenndi okkur að við ættum ekki að dæma aðra en við ættum að elska og skilja engan útundan. Jesús sagði okkur að allt sem við gerum öðru fólki gerum við honum. Ég held ekki að nokkur trúi því að hann hafi bara meint það um karlkyns fólk. Ef við gerum honum það sem við gerum ungri stúlku, transbarni eða intersex einstaklingi þá hlýtur hann að geta verið þau öll. Þar komum við svo að einum mikilvægasta þætti þessarar umræðu að mínu mati: Ekki bara þarf fólk að geta speglað sig í sinni kristsmynd heldur verðum við hin að geta séð Krist í öllu fólki. Myndir af Jesú sem manni af öðrum kynþáttum eða arfleiðum eru ekki að kveikja heitar umræður. Einungis þegar við förum út fyrir kyn hans erum við að fara yfir eitthvað ósýnilegt strik og velsæmismörk barna og unglinga. Af hverju? Er það fyrir neðan virðingu Krists að vera kona, trans einstaklingur, intersex eða non binary? Þau sem álíta svo hljóta að bera litla virðingu fyrir öðrum en karlmönnum sem segir meira um þeirra álit á rúmlega helmingi mannkyns en margt annað. Jesús talaði aldrei um að karlmenn væru betri og æðri en aðrir meðlimir samfélagsins. Margir hafa bent á að við höfum alltaf verið öll jöfn fyrir Kristi og það er rétt. Að hingað til hafi ekki þurft myndir af kvenkyns Kristi til að konur eða aðrir geti vitað að allir eru velkomnir hjá Jesú. Það er bara ekki rétt. Í samfélaginu í dag höfum við ekki ennþá fengið að venjast því að sjá myndir af Kristi öðruvísi en karlmanni. Í langan tíma voru karlmenn þeir einu sem tilheyrðu og gátu orðið prestar og á mörgum stöðum í heiminum er það þannig enn. Við höfum ekki enn náð 50 árum síðan fyrsti kvenpresturinn var vígður hér á landi. Í tvö þúsund ára sögu kristinnar kirkju er það á við nokkrar mínútur. Fæstar kristnar kirkjudeildir, hvort sem er á heimsvísu eða hér á landi, styðja við bakið á hinsegin samfélaginu eða feminískum viðhorfum. Hvernig á trans kona að vita að hún er velkomin í kirkjuna þegar hópur kristinna einstaklinga (hávær meirihluti á heimsvísu, hávær minnihluti (vona ég) á landsvísu) segir henni stöðugt að kynleiðrétting sé viðurstyggð? Hvernig á samkynhneigður unglingur að vita að hann sé velkominn þegar sami hópur hrópar að eitthvað sé að ásýnd hinsegin menningar? Hvernig á intersex barn að vita að það er velkomið þegar intersex líkami er fordæmdur og falinn? Hvernig eiga börn að vita að allir séu velkomnir þegar hinsegin veruleiki er falin í barnastarfinu? Myndin af Jesú með skegg og brjóst var mjög flott leið til að segja öllum börnum og unglingum að þau væru velkomin í barna og æskulýðsstarf kirkjunnar. Alveg þar til biskup lét undan gagnrýni fárra presta og fordómafullra leikmanna og baðst afsökunar á að hafa boðið fjölbreytileikann velkomin - og kirkjuþing tók einróma undir. Í sunnudagaskólanum kennum við að Jesús elskar okkur öll og við erum öll velkomin. Þetta á svo sannarlega heima þar. „Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð.“ 1.Jóh 4:7 Anna Þórey Arnardóttir Höfundur hefur starfað meirihluta ævinnar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar á vegum Þjóðkirkjunnar, KFUM og KFUK, í sumarbúðunum í Kaldárseli og í Vindáshlíð og á ýmsum kirkjutengdum viðburðum fyrir börn og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég styð þessa trans-Jesú mynd en… Flott að hafa kvenkyns Jesú en… Frábært að gera allskonar myndir af Jesú en… Guðfræðin er góð en... … ekki fyrir börnin! Þetta á ekki heima í Sunnudagskólanum! Af hverju ekki? Börn eru eins ólík hvert öðru og við „fullorðna” fólkið. Börn eru af öllum kynjum, öllum húðlitum, öllum þjóðfélagsstéttum og með allskonar skoðanir. Börnin eru saklausari og með styttri lífsreynslu en við sem eldri erum en þau eru alls ekki vitlaus og alls ekki óskrifuð blöð. Í samfélaginu okkar eigum við intersex börn, trans börn, non binary börn auk þess að eiga stúlkubörn og sveinbörn. Börnin okkar mega borða popp inni í stofu og hvetja áfram Conchitu Wurst í Júróvísjón með allri fjölskyldunni, arka með mömmu og pabba niður Laugarveginn í gleðigöngunni og fagna fjölbreytileika samfélagsins við hvert fótmál. Það er bara í kirkjunni þegar kemur að ólíkum kristsmyndum og iðkun góðra guðfræði sem málefni fjölbreytileikans verða óviðeigandi og ekki við hæfi barna og unglinga. Börnin eru fordómalausasti hópurinn og því liggur það í augum uppi að kenna þeim strax það sem við viljum sjá einkenna samfélagið í framtíðinni. Kenna þeim fordómalausa ást. Fordómalaus ást og kærleikur er það sem Jesús hefur alltaf kennt. Hann gekk meðal fólksins og talaði við þau sem voru jaðarsett og útundan. Hann kenndi okkur að við ættum ekki að dæma aðra en við ættum að elska og skilja engan útundan. Jesús sagði okkur að allt sem við gerum öðru fólki gerum við honum. Ég held ekki að nokkur trúi því að hann hafi bara meint það um karlkyns fólk. Ef við gerum honum það sem við gerum ungri stúlku, transbarni eða intersex einstaklingi þá hlýtur hann að geta verið þau öll. Þar komum við svo að einum mikilvægasta þætti þessarar umræðu að mínu mati: Ekki bara þarf fólk að geta speglað sig í sinni kristsmynd heldur verðum við hin að geta séð Krist í öllu fólki. Myndir af Jesú sem manni af öðrum kynþáttum eða arfleiðum eru ekki að kveikja heitar umræður. Einungis þegar við förum út fyrir kyn hans erum við að fara yfir eitthvað ósýnilegt strik og velsæmismörk barna og unglinga. Af hverju? Er það fyrir neðan virðingu Krists að vera kona, trans einstaklingur, intersex eða non binary? Þau sem álíta svo hljóta að bera litla virðingu fyrir öðrum en karlmönnum sem segir meira um þeirra álit á rúmlega helmingi mannkyns en margt annað. Jesús talaði aldrei um að karlmenn væru betri og æðri en aðrir meðlimir samfélagsins. Margir hafa bent á að við höfum alltaf verið öll jöfn fyrir Kristi og það er rétt. Að hingað til hafi ekki þurft myndir af kvenkyns Kristi til að konur eða aðrir geti vitað að allir eru velkomnir hjá Jesú. Það er bara ekki rétt. Í samfélaginu í dag höfum við ekki ennþá fengið að venjast því að sjá myndir af Kristi öðruvísi en karlmanni. Í langan tíma voru karlmenn þeir einu sem tilheyrðu og gátu orðið prestar og á mörgum stöðum í heiminum er það þannig enn. Við höfum ekki enn náð 50 árum síðan fyrsti kvenpresturinn var vígður hér á landi. Í tvö þúsund ára sögu kristinnar kirkju er það á við nokkrar mínútur. Fæstar kristnar kirkjudeildir, hvort sem er á heimsvísu eða hér á landi, styðja við bakið á hinsegin samfélaginu eða feminískum viðhorfum. Hvernig á trans kona að vita að hún er velkomin í kirkjuna þegar hópur kristinna einstaklinga (hávær meirihluti á heimsvísu, hávær minnihluti (vona ég) á landsvísu) segir henni stöðugt að kynleiðrétting sé viðurstyggð? Hvernig á samkynhneigður unglingur að vita að hann sé velkominn þegar sami hópur hrópar að eitthvað sé að ásýnd hinsegin menningar? Hvernig á intersex barn að vita að það er velkomið þegar intersex líkami er fordæmdur og falinn? Hvernig eiga börn að vita að allir séu velkomnir þegar hinsegin veruleiki er falin í barnastarfinu? Myndin af Jesú með skegg og brjóst var mjög flott leið til að segja öllum börnum og unglingum að þau væru velkomin í barna og æskulýðsstarf kirkjunnar. Alveg þar til biskup lét undan gagnrýni fárra presta og fordómafullra leikmanna og baðst afsökunar á að hafa boðið fjölbreytileikann velkomin - og kirkjuþing tók einróma undir. Í sunnudagaskólanum kennum við að Jesús elskar okkur öll og við erum öll velkomin. Þetta á svo sannarlega heima þar. „Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð.“ 1.Jóh 4:7 Anna Þórey Arnardóttir Höfundur hefur starfað meirihluta ævinnar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar á vegum Þjóðkirkjunnar, KFUM og KFUK, í sumarbúðunum í Kaldárseli og í Vindáshlíð og á ýmsum kirkjutengdum viðburðum fyrir börn og unglinga.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun