Hannes Þór Halldórsson: Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni Atli Arason skrifar 17. september 2020 07:15 Hannes Þór, markvörður Vals og íslenska landsliðsins. Mynd/Stöð 2 Sport Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30
Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10
Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25