WHO varar við að sóttkví sé stytt Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 15:29 Merki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem legst gegn ákvörðunum sumra Evrópuríkja um að stytta sóttkví fyrir þá sem hafa verið útsettir fyrir kórónuveirusmiti. AP/Laurent Gillieron/Keystone Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07