Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 12:03 Icelandair hefur aflýst miklum fjölda flugferða eftir að sóttvarnareglur voru hertar við landamærin hinn 19. ágúst. Ef áhrifa kórónufaraldurins á flug gætir enn í ríkum mæli í lok næsta sumars er hugsanlegt að félagið nýti sér lánalínur með ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti á dögunum. Vísir/Vilhelm Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54
Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21