Valitor varar við svikapóstum í nafni Póstsins Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 23:19 Valitor ítrekar að fólk eigi ekki að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. Vísir/GEtty Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“
Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira