Segjast aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja fjölskylduna úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 13:57 Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Skjáskot/Stöð 2 Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd brottvísunarákvörðunar hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en 13. janúar, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út, þann 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við Vísi í morgun að stjórnvöld hefðu getað látið flytja fjölskylduna úr landi á sex vikna tímabili, frá því að frestur fjölskyldunnar til að yfirgefa landið rann út þann 18. desember 2019 og þangað til umrædd vegabréf runnu út 28. janúar 2020. Magnús furðaði sig á því af hverju það hefði ekki verið gert. „Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist?“ Fram kemur í tilkynningu stoðdeildar að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd hafi verið birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni hafi verið veittur þrjátíu daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni hafi fjölskyldan óskað eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar. Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað hafi Útlendingastofnun vísað málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13. janúar 2020. Ekki hafi verið unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands síns Egyptaland á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. „Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um. Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram,“ segir í tilkynningu. Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í morgun. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd brottvísunarákvörðunar hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en 13. janúar, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út, þann 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við Vísi í morgun að stjórnvöld hefðu getað látið flytja fjölskylduna úr landi á sex vikna tímabili, frá því að frestur fjölskyldunnar til að yfirgefa landið rann út þann 18. desember 2019 og þangað til umrædd vegabréf runnu út 28. janúar 2020. Magnús furðaði sig á því af hverju það hefði ekki verið gert. „Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist?“ Fram kemur í tilkynningu stoðdeildar að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd hafi verið birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni hafi verið veittur þrjátíu daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni hafi fjölskyldan óskað eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar. Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað hafi Útlendingastofnun vísað málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13. janúar 2020. Ekki hafi verið unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands síns Egyptaland á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. „Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um. Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram,“ segir í tilkynningu. Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í morgun.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels