Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 08:57 Kehdr-fjölskyldan. Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið um klukkan hálf átta í morgun. Magnús hefur ekki náð í fjölskylduna það sem af er morgni, slökkt sé á símum þeirra, og veit ekki hvort hún sé farin af landi brott. „Að því marki sem mér eru kunnugar aðgerðir lögreglu þá stóð það til að fljúga gegnum Amsterdam,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu í morgun. Þá gagnrýnir hann ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær og segir hann fara með rangt mál. Sviðsstjórinn hafi gert mikið úr því í viðtalinu að brottvísunin hafi verið fjölskyldunni sjálfri að kenna með vísan til þess að hún hafi ekki viljað endurnýja vegabréf. „Höfum í huga að úrskurðurinn sem núna er verið að framkvæma var kveðinn upp 14. nóvember 2019 og birtur umbjóðendum mínum 18. nóvember. Þá hafa þau þrjátíu daga til að yfirgefa landið, það gerðu þau ekki. Þannig að þegar þessir þrjátíu dagar eru liðnir er kominn 18. desember. Frá þeim degi og til 28. janúar var fjölskyldan með gild ferðaskilríki,“ segir Magnús. „Stjórnvöld hefðu getað flutt fjölskylduna úr landi á þeim tíma. Og það þarf að spyrja spurningarinnar af hverju það hafi ekki verið gert. Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist? Þannig að það að kenna fjölskyldunni alfarið um þetta er í besta falli afbökun og í versta falli hrein lygi.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið um klukkan hálf átta í morgun. Magnús hefur ekki náð í fjölskylduna það sem af er morgni, slökkt sé á símum þeirra, og veit ekki hvort hún sé farin af landi brott. „Að því marki sem mér eru kunnugar aðgerðir lögreglu þá stóð það til að fljúga gegnum Amsterdam,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu í morgun. Þá gagnrýnir hann ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær og segir hann fara með rangt mál. Sviðsstjórinn hafi gert mikið úr því í viðtalinu að brottvísunin hafi verið fjölskyldunni sjálfri að kenna með vísan til þess að hún hafi ekki viljað endurnýja vegabréf. „Höfum í huga að úrskurðurinn sem núna er verið að framkvæma var kveðinn upp 14. nóvember 2019 og birtur umbjóðendum mínum 18. nóvember. Þá hafa þau þrjátíu daga til að yfirgefa landið, það gerðu þau ekki. Þannig að þegar þessir þrjátíu dagar eru liðnir er kominn 18. desember. Frá þeim degi og til 28. janúar var fjölskyldan með gild ferðaskilríki,“ segir Magnús. „Stjórnvöld hefðu getað flutt fjölskylduna úr landi á þeim tíma. Og það þarf að spyrja spurningarinnar af hverju það hafi ekki verið gert. Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist? Þannig að það að kenna fjölskyldunni alfarið um þetta er í besta falli afbökun og í versta falli hrein lygi.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19