Silkimjúk sending frá Martin þegar Valencia komst í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 11:00 Martin Hermannsson er farinn að láta til sín taka hjá spænska liðinu Valencia Basket. Hann á síðan afmæli í dag. Getty/JM Casares Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Spænski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020
Spænski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira