Grealish kom Villa til bjargar | Palace eina úrvalsdeildarliðið sem datt út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:00 Grealish í leiknum í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira