Varahéraðssaksóknari og lögreglustjóri Vesturlands vilja á Suðurnesin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 19:16 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er á meðal umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson Lögreglan Vistaskipti Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson
Lögreglan Vistaskipti Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira