KR-ingar vilja undanþágu | „Erum ekki hefðbundnir ferðamenn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:45 Beitir Ólafsson, markvörður KR, skutlar sér hér á eftir boltanum sem tryggði Stjörnunni sigur gegn KR í er liðin mættust í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn var. Vísir/Hulda Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki