Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 10:00 Barbára Sól Gísladóttir á fyrstu æfingu sinni með A-landsliðinu. vísir/vilhelm Undanfarin áratug eða svo hefur Hallbera Gísladóttir átt stöðu vinstri bakvarðar í íslenska kvennalandsliðinu. Engin hefur hins vegar náð að eigna sér stöðu hægri bakvarðar. Fjölmargir leikmenn hafa verið prófaðir í þessa stöðu; Rakel Hönnudóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Anna María Baldursdóttir og Dóra María Lárusdóttir svo nokkrar séu nefndar en engin hefur slegið eign sinni á stöðuna. Annar af tveimur nýliðum í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM er hins vegar leikmaður gæti leyst þessa vandræðastöðu landsliðsins í framtíðinni. Þetta er Barbára Sól Gísladóttir, nítján ára leikmaður bikarmeistara Selfoss. Barbára er í mjög sterkum árgangi leikmanna sem eru fæddir 2001. Meðal annarra í þeim árgangi má nefna Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær spiluðu allar í 2-0 sigri íslenska U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi í mars á þessu ári. KR - Selfoss Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda MargrétFoto: Hulda Margrét Óladóttir Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára er Barbára á sínu fjórða tímabili sem fastamaður í liði Selfoss. Þrjú þeirra hafa verið í Pepsi Max-deildinni. Og í fyrra varð hún bikarmeistari með Selfossi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefur mikið álit á Barbáru. „Ég er gríðarlega mikill aðdáandi. Ég sá hana fyrst spila á Norðurlandamóti með U-17 ára landsliðinu fyrir þremur árum og hún heillaði mig upp úr skónum. Síðan hef ég verið mjög hrifin af henni,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Hún er ekki fullkomin, gerir mistök og tekur stundum galnar ákvarðanir en heilt yfir finnst mér hún einn efnilegasti leikmaður landsins.“ Barbára er fjölhæf og getur spilað sem bakvörður og kantmaður, bæði hægra og vinstra megin. Í sumar hefur hún oftast spilað sem vinstri bakvörður, þrátt fyrir að vrea réttfætt. Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.vísir/vilhelm „Hún spilaði mikið á kantinum í fyrra og í yngri landsliðunum hefur hún spilað bæði sem kantmaður og bakvörður. En ég held að bakvörðurinn verði hennar framtíðarstaða,“ sagði Bára. „Mér finnst hún hreinn og klár möguleiki í þessa hægri bakvarðarstöðu. Hún verður að standa sig þegar hún fær tækifærið en hún hefur alla burði til að eigna sér þessa stöðu. Síðan er spurning hversu langt hún er tilbúin að fara og gera til að ná því.“ En hvað hefur Barbára fram að færa inni á vellinum? „Hún er líkamlega sterk, góð maður gegn manni, sterk í návígum og í loftinu. Hún er ekki með neina brjálaða sprengju en hún er lúmskt hröð þegar hún kemst á ferðina. Hún er með þessa eiginleika sem góður varnarmaður þarf að hafa,“ svaraði Bára. „Hún er líka áræðin, sterk í föstum leikatriðum og skoraði sigurmark gegn Breiðablik úr þannig stöðu. Hún stöðug, örugg og ég treysti henni.“ Báru finnst afar ólíklegt að Barbára verði í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi á morgun en segir að þess verði ekki langt að bíða að hún fái tækifæri með landsliðinu. „Þetta er fyrsta skrefið og ég var gríðarlega ánægð þegar hún var valin. En svo á hún eftir sanna eða afsanna það sem ég er að segja,“ sagði Bára að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi UMF Selfoss Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Undanfarin áratug eða svo hefur Hallbera Gísladóttir átt stöðu vinstri bakvarðar í íslenska kvennalandsliðinu. Engin hefur hins vegar náð að eigna sér stöðu hægri bakvarðar. Fjölmargir leikmenn hafa verið prófaðir í þessa stöðu; Rakel Hönnudóttir, Ásta Eir Árnadóttir, Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Anna María Baldursdóttir og Dóra María Lárusdóttir svo nokkrar séu nefndar en engin hefur slegið eign sinni á stöðuna. Annar af tveimur nýliðum í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM er hins vegar leikmaður gæti leyst þessa vandræðastöðu landsliðsins í framtíðinni. Þetta er Barbára Sól Gísladóttir, nítján ára leikmaður bikarmeistara Selfoss. Barbára er í mjög sterkum árgangi leikmanna sem eru fæddir 2001. Meðal annarra í þeim árgangi má nefna Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þær spiluðu allar í 2-0 sigri íslenska U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi í mars á þessu ári. KR - Selfoss Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda MargrétFoto: Hulda Margrét Óladóttir Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára er Barbára á sínu fjórða tímabili sem fastamaður í liði Selfoss. Þrjú þeirra hafa verið í Pepsi Max-deildinni. Og í fyrra varð hún bikarmeistari með Selfossi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefur mikið álit á Barbáru. „Ég er gríðarlega mikill aðdáandi. Ég sá hana fyrst spila á Norðurlandamóti með U-17 ára landsliðinu fyrir þremur árum og hún heillaði mig upp úr skónum. Síðan hef ég verið mjög hrifin af henni,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Hún er ekki fullkomin, gerir mistök og tekur stundum galnar ákvarðanir en heilt yfir finnst mér hún einn efnilegasti leikmaður landsins.“ Barbára er fjölhæf og getur spilað sem bakvörður og kantmaður, bæði hægra og vinstra megin. Í sumar hefur hún oftast spilað sem vinstri bakvörður, þrátt fyrir að vrea réttfætt. Barbára fagnar sigurmarki sínu gegn Breiðabliki.vísir/vilhelm „Hún spilaði mikið á kantinum í fyrra og í yngri landsliðunum hefur hún spilað bæði sem kantmaður og bakvörður. En ég held að bakvörðurinn verði hennar framtíðarstaða,“ sagði Bára. „Mér finnst hún hreinn og klár möguleiki í þessa hægri bakvarðarstöðu. Hún verður að standa sig þegar hún fær tækifærið en hún hefur alla burði til að eigna sér þessa stöðu. Síðan er spurning hversu langt hún er tilbúin að fara og gera til að ná því.“ En hvað hefur Barbára fram að færa inni á vellinum? „Hún er líkamlega sterk, góð maður gegn manni, sterk í návígum og í loftinu. Hún er ekki með neina brjálaða sprengju en hún er lúmskt hröð þegar hún kemst á ferðina. Hún er með þessa eiginleika sem góður varnarmaður þarf að hafa,“ svaraði Bára. „Hún er líka áræðin, sterk í föstum leikatriðum og skoraði sigurmark gegn Breiðablik úr þannig stöðu. Hún stöðug, örugg og ég treysti henni.“ Báru finnst afar ólíklegt að Barbára verði í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi á morgun en segir að þess verði ekki langt að bíða að hún fái tækifæri með landsliðinu. „Þetta er fyrsta skrefið og ég var gríðarlega ánægð þegar hún var valin. En svo á hún eftir sanna eða afsanna það sem ég er að segja,“ sagði Bára að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi UMF Selfoss Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti