Vilja taka upp nýtt nafn á Nýja-Sjálandi Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 14:23 Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland). Getty Stjórnmálaflokkur nýsjálenskra frumbyggja (e. Maori Party) vill að nafni landsins verði breytt þannig að það endurspegli betur arfleifð landsins. Hefur flokkurinn lagt til að nafnið Aotearoa. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur vikið sér undan umræðunni og segir þróunina vera þá að bæði nöfnin – það er Nýja-Sjáland og Aotearoa – séu notuð í umræðunni. Maori-flokkurinn hefur haft það á stefnuskrá að réttast væri að breyta nafni landsins. Aotearoa þýðir „Land hins hvíta skýs“ á tungu frumbyggja, reo. Enska og reo eru bæði opinber tungumál landsins, en um 16,5 prósent Nýsjálendinga eru af ættum frumbyggja. Vilja þeir margir meina að enskan sé orðin of fyrirferðamikil og að verið sé að sniðganga sögu landsins. „Það er óásættanlegt að einungis um þrjú prósent landsmanna geti talað á opinberri tungu landsins,“ segir Maoriflokksmaðurinn Rawiri Waititi. Flokkurinn vill að nafnabreytingin taki gildi fyrir 2026. Segir þróunina jákvæða Ardern segir í samtali við New Zealand Herald að það sé jákvætt að bæði Nýja-Sjáland og Aotearoa séu notuð í opinberri umræðu. Utanríkisráðherrann Winston Peters, sem verður helsti andstæðingur Ardern í þingkosningum næsta mánaðar, segir Maori-flokkinn einungis vera að komast í fréttirnar með þessari kröfu sinni. Nafnabreyting sem þessi myndi valda gríðarlegum ruglingi í alþjóðlegri markaðssetningu landsins. This is plain headline hunting without any regard to the cost to this country.It will make our international marketing brand extraordinarily confusing when exports will be critical to our economic survival. https://t.co/BAVeOp6N9n— Winston Peters (@winstonpeters) September 14, 2020 Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland). Nýja-Sjáland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Stjórnmálaflokkur nýsjálenskra frumbyggja (e. Maori Party) vill að nafni landsins verði breytt þannig að það endurspegli betur arfleifð landsins. Hefur flokkurinn lagt til að nafnið Aotearoa. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur vikið sér undan umræðunni og segir þróunina vera þá að bæði nöfnin – það er Nýja-Sjáland og Aotearoa – séu notuð í umræðunni. Maori-flokkurinn hefur haft það á stefnuskrá að réttast væri að breyta nafni landsins. Aotearoa þýðir „Land hins hvíta skýs“ á tungu frumbyggja, reo. Enska og reo eru bæði opinber tungumál landsins, en um 16,5 prósent Nýsjálendinga eru af ættum frumbyggja. Vilja þeir margir meina að enskan sé orðin of fyrirferðamikil og að verið sé að sniðganga sögu landsins. „Það er óásættanlegt að einungis um þrjú prósent landsmanna geti talað á opinberri tungu landsins,“ segir Maoriflokksmaðurinn Rawiri Waititi. Flokkurinn vill að nafnabreytingin taki gildi fyrir 2026. Segir þróunina jákvæða Ardern segir í samtali við New Zealand Herald að það sé jákvætt að bæði Nýja-Sjáland og Aotearoa séu notuð í opinberri umræðu. Utanríkisráðherrann Winston Peters, sem verður helsti andstæðingur Ardern í þingkosningum næsta mánaðar, segir Maori-flokkinn einungis vera að komast í fréttirnar með þessari kröfu sinni. Nafnabreyting sem þessi myndi valda gríðarlegum ruglingi í alþjóðlegri markaðssetningu landsins. This is plain headline hunting without any regard to the cost to this country.It will make our international marketing brand extraordinarily confusing when exports will be critical to our economic survival. https://t.co/BAVeOp6N9n— Winston Peters (@winstonpeters) September 14, 2020 Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland).
Nýja-Sjáland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira