Strætóbílstjóri hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 06:30 Eiríkur Barkarson, strætóbílstjóri, hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann til lögreglu. Facebook Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C. Strætó Lögreglumál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C.
Strætó Lögreglumál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira