Hver á að greiða fyrir orkuskiptin? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. september 2020 11:00 Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Orkumál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar