Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 12:30 Krambúðin á vegum Samkaupa er á Flúðum en heimamenn þar og bændur og búalið í nágrenninu fara helst ekki inn í verslunin vegna þess hvað verðið á vörunum er hátt. Sömu sögu er að segja með sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Heimamenn vilja helst fá Nettó verslun á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax.
Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira