Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 23:00 Anthony Fauci er einn fremsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21