Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 18:58 Aldeilis Auglýsingastofa vann að herferðinni með Þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. Kirkjan hafi ekki viljað særa fólk. „Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða,“ segir í stuttri yfirlýsingu sem Kirkjuþing sendi frá sér í kvöld. Auglýsingin var fjarlægð af heimasíðu Kirkjunnar sem og Facebook-síðu hennar. Myndin prýðir þó enn strætisvagn í Reykjavík en Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir Kirkjuna hafa fjarlægt myndina vegna ljótra ummæla við hana á samfélagsmiðlinum. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að myndbirtingin hefði verið mistök. Þarna væri verið að blanda viðkvæmum og eldfimum málum saman í markaðstátaki sem væri „skringilegur kokteill“ sem fáir væru tilbúnir til þess að drekka. „Þetta voru mistök, engin spurning. Ég hefði viljað sjá í framhaldi af því yfirstjórn kirkjunnar ganga fram og tala til fólksins sem upplifði þetta sem mistök, eða vinna með þessa herferð öðruvísi,“ sagði Grétar Halldór um málið. Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. Kirkjan hafi ekki viljað særa fólk. „Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða,“ segir í stuttri yfirlýsingu sem Kirkjuþing sendi frá sér í kvöld. Auglýsingin var fjarlægð af heimasíðu Kirkjunnar sem og Facebook-síðu hennar. Myndin prýðir þó enn strætisvagn í Reykjavík en Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir Kirkjuna hafa fjarlægt myndina vegna ljótra ummæla við hana á samfélagsmiðlinum. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að myndbirtingin hefði verið mistök. Þarna væri verið að blanda viðkvæmum og eldfimum málum saman í markaðstátaki sem væri „skringilegur kokteill“ sem fáir væru tilbúnir til þess að drekka. „Þetta voru mistök, engin spurning. Ég hefði viljað sjá í framhaldi af því yfirstjórn kirkjunnar ganga fram og tala til fólksins sem upplifði þetta sem mistök, eða vinna með þessa herferð öðruvísi,“ sagði Grétar Halldór um málið.
Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27
Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26