Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. september 2020 14:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vísar á dómsmálaráðherra vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli í vikunni en fyrst var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastarfi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur hefur tekið mjög á börnin. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri óásættanlegt að vísa ætti fjölskyldunni úr landi. Þörf væri á lagabreytingu til þess að tryggja fólki sem dvalið hefur svo lengi á landinu einhver réttindi til að dvelja áfram löglega. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Málið sé á borði dómsmálaráðherra Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvernig þetta mál horfir við honum. „Þetta mál er á borði dómsmálaráðherra og ég treysti henni mjög vel til að vinna fram úr þessu,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann ætlaði eitthvað að beita sér í málinu benti hann á að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að aðgæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli.“ En hvernig viltu að hún bregðist við? „Það er auðvitað þannig að svona mál eru að taka alltof langan tíma og það höfum við verið öll sammála um en eins og ég segi, þá er ég ekki efnislega inni í þessu máli með sama hætti og þeir sem halda á því þannig að ég verð að benda á dómsmálaráðherra í þessu,“ sagði barnamálaráðherra. Fréttastofa ræddi einnig við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi og spurði hana út í ummæli sem höfðu voru eftir henni í gær þess efnis að hún hefði ekki heimild til þess að beita sér í máli egypsku fjölskyldunnar. Lögmenn sögðu í viðtölum í gær að það væri í rauninni ekki rétt og vísuðu í mál pakistanskrar fjölskyldu í Vesturbæ. Hvernig er þetta mál frábrugðið? „Við höfum auðvitað breytt reglum til þess að gera kerfið okkar betra og það gerum við í sífellu og erum alltaf að skoða hvernig við gætum gert betur, hvernig við getum haldið betur utan um neyðarkerfið okkar en ákvörðunar- og úrskurðarvald dómsmálaráðuneytisins, sem var einu sinni kærustjórnvald, var fært til kærunefndar útlendingamála í einstökum málum og það var gert til þess að hafa sjálfstæðan úrskurðaraðila, ekki í ráðuneytinu, eins og með tilmælum frá Rauða krossinum, svo ráðherra hefði ekki það vald í einstökum málum að taka ákvarðanir. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra og höfum breytt reglugerðum þess vegna,“ sagði Áslaug Arna. En þarna liggur fyrir að þú beittir þér í einstöku máli og færðir reglugerðina í sextán mánuði. Í máli egypsku fjölskyldunnar eru þetta fimmtán mánuðir og ellefu dagar. Samræmist þetta jafnræðisreglu? „Það voru almennar reglur sem giltu fyrir fleiri einstaklinga þar sem við styttum þessa málsferðartíma fyrir börn í samræmi við aðra málsmeðferðartíma sem við höfum styttri og það munar þá tveimur mánuðum á því hvort þú ert með barnafjölskyldu eða ekki. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar skilvirkara fyrir fólk af því að í því felst mannúð að fá að vita fyrr hvort þú fáir hér vernd til að hefja þá árangursríka aðlögun hér á landi og eyða þeirri óvissu sem þú ert í en líka til að fá fyrr það neikvæða svar svo óvissan sé í skemmri tíma.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli í vikunni en fyrst var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastarfi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur hefur tekið mjög á börnin. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri óásættanlegt að vísa ætti fjölskyldunni úr landi. Þörf væri á lagabreytingu til þess að tryggja fólki sem dvalið hefur svo lengi á landinu einhver réttindi til að dvelja áfram löglega. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Málið sé á borði dómsmálaráðherra Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvernig þetta mál horfir við honum. „Þetta mál er á borði dómsmálaráðherra og ég treysti henni mjög vel til að vinna fram úr þessu,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann ætlaði eitthvað að beita sér í málinu benti hann á að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að aðgæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli.“ En hvernig viltu að hún bregðist við? „Það er auðvitað þannig að svona mál eru að taka alltof langan tíma og það höfum við verið öll sammála um en eins og ég segi, þá er ég ekki efnislega inni í þessu máli með sama hætti og þeir sem halda á því þannig að ég verð að benda á dómsmálaráðherra í þessu,“ sagði barnamálaráðherra. Fréttastofa ræddi einnig við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi og spurði hana út í ummæli sem höfðu voru eftir henni í gær þess efnis að hún hefði ekki heimild til þess að beita sér í máli egypsku fjölskyldunnar. Lögmenn sögðu í viðtölum í gær að það væri í rauninni ekki rétt og vísuðu í mál pakistanskrar fjölskyldu í Vesturbæ. Hvernig er þetta mál frábrugðið? „Við höfum auðvitað breytt reglum til þess að gera kerfið okkar betra og það gerum við í sífellu og erum alltaf að skoða hvernig við gætum gert betur, hvernig við getum haldið betur utan um neyðarkerfið okkar en ákvörðunar- og úrskurðarvald dómsmálaráðuneytisins, sem var einu sinni kærustjórnvald, var fært til kærunefndar útlendingamála í einstökum málum og það var gert til þess að hafa sjálfstæðan úrskurðaraðila, ekki í ráðuneytinu, eins og með tilmælum frá Rauða krossinum, svo ráðherra hefði ekki það vald í einstökum málum að taka ákvarðanir. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra og höfum breytt reglugerðum þess vegna,“ sagði Áslaug Arna. En þarna liggur fyrir að þú beittir þér í einstöku máli og færðir reglugerðina í sextán mánuði. Í máli egypsku fjölskyldunnar eru þetta fimmtán mánuðir og ellefu dagar. Samræmist þetta jafnræðisreglu? „Það voru almennar reglur sem giltu fyrir fleiri einstaklinga þar sem við styttum þessa málsferðartíma fyrir börn í samræmi við aðra málsmeðferðartíma sem við höfum styttri og það munar þá tveimur mánuðum á því hvort þú ert með barnafjölskyldu eða ekki. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar skilvirkara fyrir fólk af því að í því felst mannúð að fá að vita fyrr hvort þú fáir hér vernd til að hefja þá árangursríka aðlögun hér á landi og eyða þeirri óvissu sem þú ert í en líka til að fá fyrr það neikvæða svar svo óvissan sé í skemmri tíma.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira