Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 07:17 Reykurinn af eldunum slær gulri birtu yfir landslag í Oregon í gær. Vísir/getty Rúm hálf milljón manna í Oregon í Bandaríkjunum hefur nú þurft að leggja á flótta undan gríðarlegum skógareldum í ríkinu. Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. Kate Brown ríkisstjóri Oregon segir óljóst hversu margir hafi látið lífið en staðfest er að fjórir hið minnsta hafi dáið í hamförunum. Eldarnir loga glatt vegna óvenju heitra vinda sem blása um svæðið og í Oregonríki loga nú tugir elda stjórnlaust. Aldrei hafa fleiri stjórnlausir gróðureldar logað í ríkinu á sama tíma. Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Rúmlega þrettánhundruð konur úr kvennafangelsinu í Coffee Creek eru á meðal þeirra sem neyðst hafa til að flýja eldana í Oregon. Fangelsið er í grennd við tvo stóra bruna sem óttast er að séu að sameinast í einn gríðarstóran gróðureld. Þá eru tólf ára drengur og amma hans á meðal þeirra sem farist hafa í eldunum í Oregon. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Rúm hálf milljón manna í Oregon í Bandaríkjunum hefur nú þurft að leggja á flótta undan gríðarlegum skógareldum í ríkinu. Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. Kate Brown ríkisstjóri Oregon segir óljóst hversu margir hafi látið lífið en staðfest er að fjórir hið minnsta hafi dáið í hamförunum. Eldarnir loga glatt vegna óvenju heitra vinda sem blása um svæðið og í Oregonríki loga nú tugir elda stjórnlaust. Aldrei hafa fleiri stjórnlausir gróðureldar logað í ríkinu á sama tíma. Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Rúmlega þrettánhundruð konur úr kvennafangelsinu í Coffee Creek eru á meðal þeirra sem neyðst hafa til að flýja eldana í Oregon. Fangelsið er í grennd við tvo stóra bruna sem óttast er að séu að sameinast í einn gríðarstóran gróðureld. Þá eru tólf ára drengur og amma hans á meðal þeirra sem farist hafa í eldunum í Oregon. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51