Stoltar af því að sameina krafta sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2020 20:50 Sigurlaug Dröfn, Ingunn Sig, Heiður Ósk og Sara Dögg hafa allar mikinn áhuga á öllu sem við kemur förðun og hafa kennt hundruðum förðunarfræðinga hér á landi. Aðsend mynd Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. Sara Dögg segir að þær séu ánægðar að taka þetta skref í stækkun skólans. „Með þessu náum við að sameina krafta okkar og vinna í allskonar framtíðarplönum sem við sjáum fyrir okkur með Reykjavík Makeup School. Við munum fókusera á styrkleika hverrar annarrar og erum við rosalega spenntar fyrir samstarfinu við Heiði og Ingunni, saman munum við halda áfram að byggja um “flottasta” makeup skólann á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dröfn, betur þekkt sem Silla. Heiður Ósk og Ingunn hafa verið hluti af kennarahóp Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School síðustu misseri og samhliða því haldið Snyrtinámskeið í samstarfi við skólann. Þær eru báðar lærðir förðunarfræðingar og viðskiptafræðingar og hafa starfað undir nafninu HI beauty og einnig bloggað undir sama nafni á síðunni Trendnet. Allar fjórar hafa mikla reynslu af förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira og eru spenntar fyrir verkefnunum fram undan. Heiða og Ingunn eru þakklátar fyrir tækifærið til að gerast meðeigendur Reykjavík Makeup School. „Það eru fyrst og fremst algjör forréttindi að fá́ að starfa við það sem þú́ elskar. Svona tækifæri fær maður ekki oft, og er búin að þurfa að klípa mig oft í́ höndina á́ síðustu dögum. Ég fyllist stolti að standa við hliðina á þessum frábæru konum og hlakka til að takast á́ við öll fjölbreyttu verkefnin sem okkur biða í́ framtíðinni saman,“ segir Heiður Ósk. „Þetta er draumi líkast. Að fá́ svona flott tækifæri og að starfa við það sem þú́ elskar,“ bætir Ingunn við. Förðun Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. Sara Dögg segir að þær séu ánægðar að taka þetta skref í stækkun skólans. „Með þessu náum við að sameina krafta okkar og vinna í allskonar framtíðarplönum sem við sjáum fyrir okkur með Reykjavík Makeup School. Við munum fókusera á styrkleika hverrar annarrar og erum við rosalega spenntar fyrir samstarfinu við Heiði og Ingunni, saman munum við halda áfram að byggja um “flottasta” makeup skólann á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dröfn, betur þekkt sem Silla. Heiður Ósk og Ingunn hafa verið hluti af kennarahóp Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School síðustu misseri og samhliða því haldið Snyrtinámskeið í samstarfi við skólann. Þær eru báðar lærðir förðunarfræðingar og viðskiptafræðingar og hafa starfað undir nafninu HI beauty og einnig bloggað undir sama nafni á síðunni Trendnet. Allar fjórar hafa mikla reynslu af förðun fyrir einstaklinga, myndatökur, auglýsingar, tískusýningar og fleira og eru spenntar fyrir verkefnunum fram undan. Heiða og Ingunn eru þakklátar fyrir tækifærið til að gerast meðeigendur Reykjavík Makeup School. „Það eru fyrst og fremst algjör forréttindi að fá́ að starfa við það sem þú́ elskar. Svona tækifæri fær maður ekki oft, og er búin að þurfa að klípa mig oft í́ höndina á́ síðustu dögum. Ég fyllist stolti að standa við hliðina á þessum frábæru konum og hlakka til að takast á́ við öll fjölbreyttu verkefnin sem okkur biða í́ framtíðinni saman,“ segir Heiður Ósk. „Þetta er draumi líkast. Að fá́ svona flott tækifæri og að starfa við það sem þú́ elskar,“ bætir Ingunn við.
Förðun Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira