Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 15:21 Frá kynningu flugfélagsins í Perlunni í nóvember síðastliðnum. Bogi Guðmundsson er annar frá vinstri og Arnar Már þar til hægri. Þarna lék allt í lyndi en síðan hefur Boga verið sagt upp með tilheyrandi ósætti. Vísir/Vilhelm Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna. Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna.
Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira