Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 15:07 Hólabúð á Reykhólum er eina matvöruverslun Reykhólahrepps. Þar hefur einnig verið rekin veitingasala. Mynd/Hólabúð. Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17