Reikna með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. september 2020 19:54 Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira