Reikna með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. september 2020 19:54 Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira