Fallbaráttan í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta er hnífjöfn. Eftir 1-1 jafntefli Þróttar R. og Þórs/KA eru bæði lið í bullandi fallhættu.
Þróttarar eru með 11 stig í næstneðsta sæti en Þór/KA og FH eru þar fyrir ofan með 12 stig. KR er á botninum með 10 stig en á þrjá leiki til góða.
Stephanie Ribeiro kom Þrótti yfir í Laugardalnum í kvöld með glæsimarki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Heiða Ragney Viðarsdóttir jafnaði hins vegar fyrir Akureyringa í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat.