„Vinnuveitandinn var byrjaður að fylgjast með í síðustu keppni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 15:30 Aron Þormar spilar í fyrstu sjónvarpsútsendingunni í kvöld. KEYNATURA Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30. Rafíþróttir Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30.
Rafíþróttir Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn