Lýsa Gylfa sem fílnum í herberginu Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði aðeins eitt mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir að hafa skorað 13 á síðustu leiktíð. VÍSIR/EPA Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki eiga heima í uppáhalds leikkerfi Carlo Ancelotti og er „fíllinn í herberginu“ hjá Everton, líkt og í stjórnartíð Marco Silva, að mati blaðamanna The Athletic. Þeir Patrick Boyland og Tom Worville birtu ítarlega grein um Gylfa og stöðu hans hjá Everton í gær. Segja þeir að Gylfi setji Ancelotti í erfiða stöðu rétt eins og hann hafi gert sem dýrasti leikmaður félagsins þegar Marco Silva tók við Everton sumarið 2018. Silva hafi viljað nota 4-3-3 leikkerfi sem hann hafi þekkt best en aðlagað það að Gylfa í 4-2-3-1 kerfi þar sem Gylfi gat leikið fyrir aftan framherjann. Það hafi borið mikinn árangur og Gylfi skorað 13 mörk og lagt upp sex tímabilið 2018-2019, og Everton vegnað vel, en svo hafi sigið á ógæfuhliðina. Henti ekki á miðjunni hjá Ancelotti Silva var rekinn í byrjun desember og Ancelotti ráðinn í hans stað. Undir stjórn Ítalans hefur Gylfi átt fast sæti í byrjunarliði Everton og hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik fyrir hléið vegna kórónuveirufaraldursins, í 4-0 tapi gegn Chelsea. En Ancelotti vill nota 4-4-2 leikkerfi þar sem miðjumennirnir tveir halda sig aftarlega og eiga að koma boltanum hratt fram völlinn. Að mati blaðamanna The Athletic virðist Gylfi ekki passa vel í það hlutverk. Fara þeir yfir ýmsa tölfræðiþætti til að færa rök fyrir því og segja ljóst að Gylfi eigi heima framar á vellinum, jafnvel þó að hann hafi leyst stöðu „áttu“ á miðjunni hjá íslenska landsliðinu. Þar hafi hann reyndar ekki þurft að spila eins aftarlega og undir stjórn Ancelotti. Gylfi Sigurdsson has become Everton s elephant in room from a tactical perspective So what does Ancelotti do with him? And how does he find balance in midfield? A look with @Worville https://t.co/3GGvHCWVJy— Patrick Boyland (@Paddy_Boyland) April 17, 2020 Telja Gomes framar í goggunarröðinni Portúgalski landsliðsmaðurinn André Gomes er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og telja Athletic-menn að Gomes gæti verið fyrsti kostur Ancelottis á miðjunni þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju. Ekki muni virka vel að láta Gylfa spila þar með honum þar sem að hvorugur sé nægilega sterkur varnarlega. Þar henti Morgan Schneiderlin eða Fabian Delph betur en Ancelotti vilji finna sterkari leikmann í hlutverk aftasta miðjumannsins. Að mati blaðamannanna hentar Gylfi ekki vel sem kantmaður og telja þeir að Alex Iwobi og Bernard standi betur að vígi. Besta lausnin fyrir Gylfa væri að Ancelotti breytti yfir í 4-2-3-1 leikkerfi, frá sínu uppáhaldskerfi, rétt eins og Silva gerði á sínum tíma. Það sé ólíklegt og því sé Gylfi orðinn að fílnum í herberginu á nýjan leik. Silva hafi breytt til og Gylfi blómstrað í eitt tímabil, en lausnin sé ekki eins einföld núna. Greinina má lesa hér. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. 14. apríl 2020 09:30 Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar ætlar að mæta metnaðarfullt á leikmannamarkaðinn í sumar ef marka má fréttir innan úr herbúðum Everton. 1. apríl 2020 09:30 Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. 31. mars 2020 07:00 Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki eiga heima í uppáhalds leikkerfi Carlo Ancelotti og er „fíllinn í herberginu“ hjá Everton, líkt og í stjórnartíð Marco Silva, að mati blaðamanna The Athletic. Þeir Patrick Boyland og Tom Worville birtu ítarlega grein um Gylfa og stöðu hans hjá Everton í gær. Segja þeir að Gylfi setji Ancelotti í erfiða stöðu rétt eins og hann hafi gert sem dýrasti leikmaður félagsins þegar Marco Silva tók við Everton sumarið 2018. Silva hafi viljað nota 4-3-3 leikkerfi sem hann hafi þekkt best en aðlagað það að Gylfa í 4-2-3-1 kerfi þar sem Gylfi gat leikið fyrir aftan framherjann. Það hafi borið mikinn árangur og Gylfi skorað 13 mörk og lagt upp sex tímabilið 2018-2019, og Everton vegnað vel, en svo hafi sigið á ógæfuhliðina. Henti ekki á miðjunni hjá Ancelotti Silva var rekinn í byrjun desember og Ancelotti ráðinn í hans stað. Undir stjórn Ítalans hefur Gylfi átt fast sæti í byrjunarliði Everton og hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik fyrir hléið vegna kórónuveirufaraldursins, í 4-0 tapi gegn Chelsea. En Ancelotti vill nota 4-4-2 leikkerfi þar sem miðjumennirnir tveir halda sig aftarlega og eiga að koma boltanum hratt fram völlinn. Að mati blaðamanna The Athletic virðist Gylfi ekki passa vel í það hlutverk. Fara þeir yfir ýmsa tölfræðiþætti til að færa rök fyrir því og segja ljóst að Gylfi eigi heima framar á vellinum, jafnvel þó að hann hafi leyst stöðu „áttu“ á miðjunni hjá íslenska landsliðinu. Þar hafi hann reyndar ekki þurft að spila eins aftarlega og undir stjórn Ancelotti. Gylfi Sigurdsson has become Everton s elephant in room from a tactical perspective So what does Ancelotti do with him? And how does he find balance in midfield? A look with @Worville https://t.co/3GGvHCWVJy— Patrick Boyland (@Paddy_Boyland) April 17, 2020 Telja Gomes framar í goggunarröðinni Portúgalski landsliðsmaðurinn André Gomes er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og telja Athletic-menn að Gomes gæti verið fyrsti kostur Ancelottis á miðjunni þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst að nýju. Ekki muni virka vel að láta Gylfa spila þar með honum þar sem að hvorugur sé nægilega sterkur varnarlega. Þar henti Morgan Schneiderlin eða Fabian Delph betur en Ancelotti vilji finna sterkari leikmann í hlutverk aftasta miðjumannsins. Að mati blaðamannanna hentar Gylfi ekki vel sem kantmaður og telja þeir að Alex Iwobi og Bernard standi betur að vígi. Besta lausnin fyrir Gylfa væri að Ancelotti breytti yfir í 4-2-3-1 leikkerfi, frá sínu uppáhaldskerfi, rétt eins og Silva gerði á sínum tíma. Það sé ólíklegt og því sé Gylfi orðinn að fílnum í herberginu á nýjan leik. Silva hafi breytt til og Gylfi blómstrað í eitt tímabil, en lausnin sé ekki eins einföld núna. Greinina má lesa hér.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. 14. apríl 2020 09:30 Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar ætlar að mæta metnaðarfullt á leikmannamarkaðinn í sumar ef marka má fréttir innan úr herbúðum Everton. 1. apríl 2020 09:30 Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. 31. mars 2020 07:00 Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. 14. apríl 2020 09:30
Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Lið Gylfa Þórs Sigurðssonar ætlar að mæta metnaðarfullt á leikmannamarkaðinn í sumar ef marka má fréttir innan úr herbúðum Everton. 1. apríl 2020 09:30
Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. 31. mars 2020 07:00
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30