Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 22:43 Viðtalið við Lúkasjenkó var tekið í Sjálfstæðishöllinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. NIKOLAI PETROV / BELTA POOL/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45