Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 22:43 Viðtalið við Lúkasjenkó var tekið í Sjálfstæðishöllinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. NIKOLAI PETROV / BELTA POOL/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45