Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 11:53 Phil Foden og Mason Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06
„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01